Þegar venjulegt fólk ræðst í umfangsmiklar framkvæmdir og endurbætur á húsnæði sínu er að öllu jöfnu gríðarlegur munur á skilningi verktaka og þeirra einstaklinga sem eiga hlut að máli.
Lesa meira...
Það vita það allir sem reynt hafa að það er snúið mál að vinna sig í gegnum ítarleg tilboð í mörgum liðum þar sem tilgreindir eru verkþættir sem venjulegur maður þekkir hvorki haus né sporð á. Fátt er því mikilvægara en að geta treyst á verktakann og að hann gefi sér tíma til að útskýra og fara í gegnum það verk sem vinna á þannig að allir viti fyrirfram að hverju er stefnt – hvað er innifalið í tilboðinu og hvað ekki.
Við í Vatnsholti 2 fengum Davíð Frey í Þak- og húsamálun til að taka húsið okkar í gegn síðasta sumar. Í stuttu máli heppnaðist verkið frábærlega og samstarfið við Davíð og hans menn var algerlega til fyrirmyndar. Öll framkvæmd, verð og aðrar áætlanir stóðust eins og stafur á bók og held ég að bæði við húseigendur og verktakinn getum horft hreykin á útkomuna. Til viðbótar við hefðbundna málningarvinnu kom einnig til smíðavinna – útskipting á gluggum ofl. Davíð sá um að útvega völundarsmiði sem unnu sitt verk hratt og vel auk þess að samstilla tímastjórnun í verkinu þannig að samnýta mætti vinnupalla og aðrar útleigðar græjur og þannig gera verkið sem hagkvæmast fyrir verkkaupa.
Við erum mjög þakklát fyrir vel unnin störf og mælum hiklaust með Þak- og húsamálun.
Kk. Agnar H
Davíð Freyr málaði húsið okkar, Bárugötu 35 Reykjavík, að utan í haust og stóð vel að verki. Haustið var vætusamt en hann og hans fólk var útsjónarsamt með að nýta hverja stund sem gafst. Útkoman er fallega og nostursamlega málað hús. Öll okkar samskipti voru hin ánægjulegustu. Bestu kveðjur, Hjörleifur Sveinbjörnsson
Ég hafði leitað um nokkurn tíma að góðum málara til að fara í
múrviðgerðir og málun á húsinu hjá okkur á viðráðanlegu verði. Við sáum
auglýsingu hjá Davíð Frey þar sem hann auglýsti einmitt þessa þjónustu.
Lesa meira...
Við vorum aðeins efins til að byrja með því fyrirtækið var með nýja kennitölu, en við sjáum alls ekki eftir því að hafa ákveðið að stökkva til og fá hann til að fara í viðgerðirnar. Allt sem var um rætt í verksamningi stóðst og gott betur. Þeir kláruðu verkið á fáránlega stuttum tíma, enda voru þeir að allan daginn eftir að verkið hófst og tóku litlar sem engar pásur yfir daginn eins og maður hefur svo oft séð.
Verðið var frábært og ég auglýsi Davíð í hvert sinn sinn sem ég heyri einhvern vera í sömu hugleiðingum og ég.
-Sigurður Orri Hafþórsson, formaður húsfélagsins að Langholtsvegi 187
Við fengum Þak og húsamálun til að mála hjá okkur húsið í sumar og vorum við mjög ánægð með vinnubrögðin og þjónustuna hjá þeim.
Kveðja Elís Reynarsson
“Við fengum Þak- og húsmálun til að steypuviðgerða og mála húsið okkar á Bárugötu 38 í Reykjavík. Vinnubrögðin og frágangur voru til fyrirmyndar, verðið mjög sanngjarnt og samskiptin góð. Ég mæli eindregið með Davíð, traust og góð þjónusta”
Guðlaugur Örn Jónsson
Davíð og hans menn hjá Þak- og húsamálun tóku húsið okkar algjörlega í gegn að utan í júní 2022. Múrvinna og málningarvinna þeirra er mjög vönduð og til fyrirmyndar. Davíð var fljótur að bregðast við okkar óskum og verkið var klárað á mun skemmri tíma en við höfðum gert okkur vonir um, þökk sé vinnusemi og dugnaðar þeirra í fyrirtækinu. Davíð er alltaf með jákvætt viðmót og er alltaf til í að ræða málin þegar við höfum spurningar varðandi verkið. Við þökkum vel fyrir frábær og vönduð vinnubrögð.
Gestur og Margrét
Davíð Freyr og hans menn máluðu hraunað hús hjá okkur í Foldahverfinu í Grafarvogi.
Vinnan þeirra var virkilega góð og stóð allt eins og um var talað.Dugnaður og umgengni var til fyrirmyndar.Meira segja var tíminn sem þetta átti að taka innan tímamarka.Mæli hiklaust með þessu fyrirtækiÁsgeir Þorbjörnsson.Guðlaugur Örn Jónsson
Við í fjölbýlishúsinu að Krókamýri 80 fengum Davíð Frey og félaga hjá Þak og húsamálun til að mála þakið og gera við steypuskemmdir á svölunum hjá okkur nú á vætusömum vordögum 2023. Ég mæli eindregið með þeim enda veita þeir góða og skjóta þjónustu á sanngjörnu verði. Þeir voru faglegir og fljótir að bregaðst við öllum okkar óskum.
Ólöf Einarsdóttir, gjaldkeri húsfélagsins.